Vilt þú eignast eintak af Evrópuannáli ársins 2014?

By on 27, janúar 2015

annálldemoÍ tilefni þess að EVRÓPAN – Fréttamiðill um Evrópumál hóf göngu sína árið 2014 gaf EVRÓPAN út Evrópuannál á gamlársdag þar sem farið er yfir tíu stærstu fréttaskýringarnar frá Evrópu árið 2014. Annállinn var gefinn út á netinu.

EVRÓPAN hefur á sínum fyrstu starfsmánuðum stimplað sig inn sem eini fréttamiðillinn á landinu sem fjallar um Evrópumál á vandaðan, ítarlegan og nákvæman hátt. Þannig bar EVRÓPAN t.d. af í umfjöllun um kosningarnar til Evrópuþingsins sem fram fóru í aðildarríkjum ESB í maí 2014.

Það var því ekki annað í stöðunni en að gefa út Evrópuannál í formi tímarits en árið 2014 var ansi viðburðaríkt á Evrópuvísu.

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að prenta annálinn í takmörkuðu upplagi. Hægt er að panta eintak með því að senda póst á evropan@evropan.is. Eintakið kostar 1500 kr, en auk þess sem þú eignast eintak styrkir þú starfsemi EVRÓPAN sem stækkar ört.

í Evrópuannálinum má finna umfjöllun um:

  • Átökin í Úkraínu
  • Nýjan framkvæmdastjóra NATO
  • Kosningar til Evrópuþingsins
  • Val á nýjum forseta framkvæmdastjórnar ESB
  • Nýja framkvæmdastjórn ESB
  • Breytingar á öðrum æðstu stöðum innan ESB
  • Sjálfstæðisbaráttu Skota
  • Vantrauststillögu á hendur framkvæmdastjórnar ESB
  • Málefni Palestínu
  • Uppgang öfga-hægriafla í Evrópu

Evrópan þakkar enn og aftur fyrir frábærar viðtökur á sínu fyrsta starfsári og hlakkar til nýrra og spennandi verkefna á nýju ári.