Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna síðan árið 2009

By on 7, mars 2016
Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins hefur ekki mælst minna frá því árið 2009.

Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins hefur ekki mælst minna frá því árið 2009.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,3% í janúar 2016 en það hefur ekki mælst lægra frá árinu 2011. Í janúar árið 2015 mældist atvinnuleysi á evrusvæðinu 11,3%, samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins fer einnig lækkandi og mældist 8,9% í janúar 2016, miðað við 9,8% í janúar árið 2015. Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins hefur ekki mælst minna frá því árið 2009.

Minnst er atvinnuleysið í Þýskalandi (4,3%), Tékklandi (4,5%), Möltu og Bretlandi (5,1%). Mest er atvinnuleysið á Grikklandi (24.6% í Nóvember 2015) og Spáni (20.5%).

Atvinnuleysi hefur lækkað í 24 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því í janúar 2015.