Boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB þann 23. júní n.k.

By on 22, febrúar 2016
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. © The Telegraph

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB.
© The Telegraph

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Atkvæðagreiðslan mun fara fram þann 23. júní n.k.

Cameron hét því fyrir síðustu kosningar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að Evrópusambandinu, héldu Íhaldsmenn meirihluta sínum. Eftir kosningarnar lofaði Cameron því að slík atkvæðagreiðsla færi fram fyrir lok árs 2017.

Cameron hefur að undanförnu staðið í samningaviðræðum við leiðtoga Evrópusambandsins um nýtt samkomulag er varðar veru Breta í Evrópusambandinu. Segir Cameron að nýi samningurinn tryggi betur fullveldi Breta innan sambandsins. Samningurinn veitir Bretum m.a. heimild til að halda aftur af komu innflytjenda til landsins og á að verja stöðu breska hagkerfisins.

Sjálfur sagði Cameron eftir að hafa greint frá ákvörðun sinni að hann muni berjast fyrir áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Sagði hann Bretland vera sterkara, öruggara og betra innan ESB en utan þess.

Boris Johnson, borgarstjóri í London, höfuðborg Englands, hefur sagt að hann muni greiða atkvæði með því að Bretar segi sig úr ESB.

Ljóst er að spennandi kosningabarátta er framundan en mjótt hefur verið á munum á milli hreyfinga í skoðanakönnunum að undanförnu.

Sjá einnig:

Mjótt á munum í skoðanakönnunum.

Kosningaaldur lækkaður í 16 ár.

Verkamannaflokkurinn skipti um skoðun í ESB málinu.