Stjórnvöld í Marokkó hafa slitið öllum samskiptum við stofnanir ESB

By on 1, mars 2016
Dómstóll Evrópusambandsins.

Dómstóll Evrópusambandsins.

Stjórnvöld í Marokkó hafa slitið öllum samskiptum við stofnanir Evrópusambandsins eftir að Dómstóll Evrópusambandsins felldi úr gildi viðskiptasamning sem gerður hafði verið á milli Evrópusambandsins og stjórnvalda í Marokkó um sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur í desember s.l.

Dómstóllinn felldi samninginn úr gildi vegna þess að hann náði til landsvæðis Vestur-Sahara, landsvæðis sem berst fyrir sjálfstæði frá Marokkó, sem hefur hertekið landið í áratugi.

Samtökin Polisario Front, sem hafa barist fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Vestur-Sahara í áratugi, fóru með málið fyrir dómstólinn.

Sjá einnig:

Dómstóll ESB fellir samning við Marokkó úr gildi.