Tuttugu flóttamenn frá Sýrlandi koma til landsins á næstu tveimur mánuðum

By on 3, mars 2016
22 af þeim 35 einstaklingum sem komu í janúar eru börn.  Jeff J Mitchell/Getty Images

22 af þeim 35 einstaklingum sem komu í janúar eru börn.
Jeff J Mitchell/Getty Images

Von er á tuttugu flóttamönnum frá Sýrlandi hingað til lands innan tveggja mánaða. RÚV hefur eftir Stefáni Þór Björnssyni, formanni flóttamannanefndarinnar, að fólkið sé nú í Líbanon og bíði þess að fá heimild til þess að yfirgefa landið.

Um er að ræða fimm fjölskyldur, níu fullorðna og ellefu börn, og er fólkið á öllum aldri.

Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna kom til landsins í janúar. Það voru sex fjölskyldur, þar af 13 fullorðnir og 22 börn.

Þegar seinni hópurinn kemur til landsins mun Ísland hafa tekið á 50 flóttamönnum frá Sýrlandi.

Sjá einnig: 

Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna kominn yil landsins.