Geert Wilders er stjórnmálamaður ársins í Hollandi

By on 15, desember 2015
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar og Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins. © Twitter/Geert WIlders

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar og Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins.
© Twitter/Geert WIlders

Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins, hefur verið valinn stjórnmálamaður ársins í Hollandi árið 2015.

Wilders, fékk 25% greiddra atkvæða eða 37.000 atkvæði í skoðanakönnun Een Vanda­ag, vinsæls sjónvarpsþáttar sem sýndur er á hollensku ríkisstöðinni Net­herlands 1, en árlega velur stöðin stjórnmálamann ársins í Hollandi. Wilders er eini maðurinn sem hefur sigrað kosninguna þrisvar sinnum.

Wilders sagði það vera frá­bært að vera kjör­inn stjórn­mála­maður árs­ins af al­menn­ingi. Sagði hann það vera mikinn heiður og að titillinn væri hvatning til að vinna af auknu kappi að hags­mun­um Hol­lands og hol­lensku þjóðar­inn­ar.

Hollenski frelsisflokkurinn er öfga-hægriflokkur sem berst meðal annars gegn innflytjendum og múslimum og sjálfur hefur Wilders verið margoft ákærður fyrir kynþáttahatur en fjölmargir einstaklingar og samtök hafa höfðað mál gegn Wilders fyrir kynþáttahatur og rasísk ummæli, nú síðast eftir að hann sagðist vilja losna við alla Marokkóbúa í Hollandi.

Frelsisflokkurinn í Hollandi var stofnaður árið 2006, af Geert Wilders, sem hefur verið leiðtogi flokksins allt frá stofnun hans. Flokkurinn kenndur við þjóðernishyggju, öfga-hægri popúlisma, andúð á innflytjendum, andúð á Íslam og andstæðu við Evrópusambandið.

Wilders er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og múslimum en Wilders og Frelsisflokkurinn vill stöðva komu allra innflytjenda frá múslimaríkjum til Hollands, og „senda heim“ þá innflytjendur sem eru þar nú þegar . Er það liður í baráttunni gegn „Íslamsvæðingu Hollands“.

Frelsisflokkurinn á aðild að þingflokki öfga-hægriflokka á Evrópuþinginu þar sem m.a. má finna frönsku Þjóðfylkinguna, Front National, sem leidd era f Marine Le Pen, og belgíska öfga-hægriflokkinn Vlaams BelangLega Nord frá Ítalíu og popúlíska öfga-hægriflokkinn Frelsisflokkurinn, frá Austurríki.

Sjá einnig:

Geert Wilders ákærður fyrir kynþáttahatur.

Öfga-hægrimönnun vikið frá störfum á Evrópuþinginu.

Öfga-hægrimenn stofna þingflokk á Evrópuþinginu.

Nýr þingflokkuir öfga-hægrimanna tekur á sig mynd.

Sex óhugnanlegustu flokkarnir á Evrópuþinginu.

Uppgangur öfga-hægriafla í Evrópu.

Tengls á milli kosningaþátttöku og uppgangi öfga-afla.

Geert Wilders ákærður fyrir kynþáttahatur.

Le Pen mistekst að mynda þingflokk ögfamanna.

Kosningaþátttaka í Evrópuþingskosningunum.