Marine Le Pen, leiðtogi Front National, hefur staðfest forsetaframboð sitt

By on 9, febrúar 2016
Marine Le Pen, leiðtogi Front National í Frakklandi. © Telegraph

Marine Le Pen, leiðtogi Front National í Frakklandi.
© Telegraph

Marine Le Pen, leiðtogi öfga-hægriflokksins Front National, hefur staðfest að hún ætli að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fara í Frakklandi á næsta ári. Le Pen tilkynnti um framboð sitt í viðtali á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1.

Front National eða franska Þjóðfylkingin hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri og sigraði m.a. fyrri umferð síðustu sveitastjórnarkosninganna auk kosninganna til Evrópuþingsins árið 2014. Sjálf hefur Le Pen aldrei verið vinsælli. Hún hlaut m.a. meira en 40% stuðning í sínu héraði í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Frakklandi auk þess sem hún fékk 100% greiddra atkvæða í formannskjöri Front National í lok árs 2014. Le Pen hefur verið formaður flokksins frá árinu 2011.

Le Pen bauð sig einnig fram í forsetakosningunum árið 2012 og lenti í þriðja sæti. Skoðanakannanir benda hins vegar til að hún nýtur mun meiri stuðnings í embættið nú en þá.

Front National var stofnaður árið 1972 þegar nokkrar þjóðernishreyfingar Frakklands sameinuðust undir einum fána. Jean-Marie Le Pen var leiðtogi flokksins allt frá stofnun hans til ársins 2011, þegar hann hætti sem formaður flokksins og dóttir hans, Marine Le Pen, tók við af honum.

Front National hefur verið helsta afl þjóðernishyggju í Frakklandi allt frá árinu 1984. Front National er oftast kenndur við þjóðernishyggju, öfga-hægri popúlisma, andúð á innflytjendum, andstöðu við Evrópusambandið og Evru, fjölmenningu og hnattvæðingu, en flokkurinn stendur meðal annars fyrir harðari innflytjendalöggjöf, en andúð á innflytjendum, sérstaklega múslimum, er kjarninn í stefnu flokksins, sem vill stöðva útbreiðslu íslams í Evrópu.

Sjá einnig: 

Le Pen sýknuð af ákæru um kynþáttahatur.

Algjör viðsnúningur í frönsku sveitarstjórnarkosningunum.

Front National vann stórsigur í fyrri umferð frönsku sveitarstjórnarkosninganna.

Marine Le Pen ákærð fyrir kynþáttahatur.

Jean-Marie Le Pen vikið úr Front National.

Le Pen feðgin deila.

Nýr þingflokkur öfga-hægrimanna tekur á sig mynd.

Sex óhugnanlegustu flokkarnir á Evrópuþinginu.

Uppgangur öfga-hægriafla í Evrópu.

Tengls á milli kosningaþátttöku og uppgangi öfga-afla.

Geert Wilders ákærður fyrir kynþáttahatur.

Le Pen mistekst að mynda þingflokk ögfamanna.

Kosningaþátttaka í Evrópuþingskosningunum.