Stjórn Miðjuflokksins vill að Svíar sæki um aðild að NATO

By on 1, september 2015
Annie Lööf, formaður sænska Miðjuflokksins.

Annie Lööf, formaður sænska Miðjuflokksins.

Stjórn sænska Miðjuflokksins vill að Svíar gangi til liðs við Atlantshafsbandalagið (NATO) og láti þar af leiðandi af hlutleysi sínu. Stjórnin mun leggja fram tillögu þess eftir á landsfundi flokksins í september.

Mikil umræða hefur átt sér stað innan flokksins um mögulega aðild Svía að NATO. Annie Lööf, formaður flokksins, var áður á móti aðild Svía að NATO en hún segist hafa skipt um skoðun þar sem hún telur hlutleysi Svía einungis vera í orði en ekki á borði.

Stjórn Miðjuflokksins setur þó ákveðna fyrirvara við aðild Svía að NATO. Þannig vill flokkurinn td. tryggja að engum erlendum hersveitum verður heimilt að koma upp föstum bækistöðvum á sænskri grundu. Þá vill stjórnin að Finnar sæki einnig um aðild að NATO á sama tíma og Svíar.