Aðildarviðræður hafnar á milli Svartfjallalands og NATO

By on 17, febrúar 2016
Igor Luksic, utanríkisráðherra Svartfjallalands og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Igor Luksic, utanríkisráðherra Svartfjallalands og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.

Svartfjallaland hefur hafið aðildarviðræður við Atlantshafsbandalagið (NATO) um aðild en ríkinu var boðin aðild á fundi utanríkisráðherra bandalagsins í desember s.l.

Rússnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt áform Svartfellinga um að ganga í NATO sem þau segja að muni ekki auka öryggi ríkjanna á Balkanskaganum.

Albanía og Króatía voru síðustu ríkin sem gengu í Atlantshafsbandalagið árið 2009. Svartfjallaland verður 29. aðildarríki bandalagsins þegar þeir fá aðild. Svartfjallaland verður þriðja ríkið sem áður tilheyrði Júgóslavíu til þess að ganga í NATO. Slóvenía og Króatía er nú þegar aðilar að bandalaginu.

Sjá einnig: 

Svartfellingum boðin aðild að NATO.